Það gleður okkur að tilkynna að Reiknistofa bankanna (RB) hefur bæst við vaxandi viðskiptavinahóp okkar innan fjármálageirans. Reiknistofa bankanna er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni fyrir íslenskar fjármálastofnanir.
RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir en helstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. Hlutverk Reiknistofu bankanna er að vera lykilsamstarfsaðili sem skapar virði fyrir viðskiptavini sína með rekstri og þróun öruggra innviða fyrir fjármálamarkaðinn.
Hlutverk CoreData felur í sér að gera Reiknistofu bankanna kleift að skipuleggja gögn sín og skrár og koma þeim undir einn hatt í einni stafrænni skrifstofu.
Með því að setja upp skjalastjórnunarkerfi sem er með upplýsingaöryggisvottunina ISO/IEC 27001 getur RB skipulagt og varðveitt viðkvæm viðskiptagögn sín og uppfyllt íslenskar kröfur um skjalastjórnun og skjalavörslu.
„Skjalastjórar bera ábyrgð á því að stjórna upplýsingum sem berast og skjölum sem verða til í fyrirtækinu á nákvæman, öruggan og skilvirkan hátt. Að geta búið til skjalakerfi sem er sérsniðið að þörfum okkar, þar sem við getum geymt skrárnar sem á að varðveita fyrir Þjóðskjalasafn, er hluti af burðarás fyrirtækisins og er ég ánægð með að vinna með CoreData.“
Hulda Valsdóttir, skjalastjóri hjá Reiknistofu bankanna