CoreData útgáfulýsing - útgáfa 2023.2
Þriðja útgáfa ársins er tilbúin og margt hefur verið í gangi hjá CoreData teyminu.
Fyrir utan það að vinna að breytingum á kerfinu er búið að vera að vinna í sameiningu CoreData og Wise og fjárhagsleg sameining gekk í gegn 01.07.2023. Það hefur leitt af sér vinnu við að taka upp önnur tól og aðlaga ákveðna vinnu á milli kerfa. Það helsta sem snýr að breyttu verklagi teymisins er upptaka Atlassian afurða við utanumhald á sprettum og skipulagi á vinnu þróunarteymisins. Teymið var fljótt að aðlagast notkun á Jira, Tempo og Confluence enda afar reynslumikið teymi.
Nýr samstarfssamningur við Dokobit var gerður í september 2023, svokallaður “Solution partner agreement” sem leiðir af sér ennþá betri samstarfsmöguleika og endursölu Wise á afurðum og samþættingu á lausnum Dokobit með lausnum Wise.
ISO27001 úttekt - Nóvember 2023
Þann 1. og 2. nóvember sl. fórum við í gegnum endurvottun á vegum BSI á Íslandi sem tók út öryggiskerfið okkar eða ISO27001. Það má með sanni segja að það hafi gengið mjög vel því niðurstöður voru þær að aðeins voru tiltekin 3 tækifæri til úrbóta.