Nýr viðskiptavinur
Nýlega var undirritaður samningur við Land og skóg, sameinaða stofnun Landgræðslunnar og Skógræktarinnar.
Landgræðslan hefur verið viðskiptavinur CoreData frá árinu 2013 og höfum við átt mjög farsælt samstarf. Það er því mikið ánægjuefni að halda samstarfinu áfram undir merkjum sameinaðrar stofnunar.
Starfsmenn Lands og skógar eru um 140 talsins og eru höfuðstöðvarnar stafrænar en unnið er frá 18 starfsstöðvum um land allt.