Listasöfn og önnur söfn
Stafræn skrifstofa CoreData er einstaklega góð fyrir listagallerí, listamenn, listasöfn, uppboðshús og önnur söfn þar sem unnt er að einfalda dagleg störf, einfalda leit, geyma og gefa aðgang að verkum, tengiliðum, viðskiptum og skipuleggja t.d. sýningar og viðburði.
Listasöfn og önnur söfn sem og gallerí og önnur fyrirtæki geta nýtt CoreData til að halda utan um eignir og verk sín. Þannig er á einfaldan máta hægt að halda utan um grunnupplýsingar um verk, svo sem höfunda, staðsetningu, fjölda, ártöl og fleira.
Einnig er hægt að geyma mikilvæg skjöl eins og innheimtuskjöl og reikninga í lausninni. Að auki er á einfaldan máta hægt að halda utan um samskipti og samninga við alla aðila í CoreData.
Einfaldaðu utanumhald listaverka og gagna sem tengjast þeim
- Hafðu umsjón með upplýsingum um verk með forskoðun á því á einum miðlægum og öruggum stað
- Tryggðu að réttar upplýsingar séu til staðar varðandi verkið sem hefur verið keypt, lánað eða selt
- Haltu stafræna verkaskrá og vertu með tengiliðaupplýsingar á einum stað
- Skipuleggðu geymslu verka á skilvirkari máta
- Ytri notendur sem eiga að hafa aðgang að tilheyrandi verkefnum auðkenna sig með rafrænum innskráningu og hafa þannig aðgang að tilgreindum verkum
- Hjálpaðu til við að skipuleggja sýningar og auðvelda aðgengi að verkum
- Unnt er að taka ljósmyndir af verkum og geyma þær með tilheyrandi listaverki til að einfalda alla skráningu. Þannig geymast einnig upplýsingar um stærð, liti, listamenn og aðra mikilvæga þætti
- Tryggðu varðveislu verka, sem safnið eða fyrirtækið á, með því að vera með öll gögn um það á einum stað
- Tryggðu að lánuð verk séu skráð á rétta tengiliði og staðsetningu og að þau skili sér aftur á réttan stað
- CoreData er ISO/IEC 27001 vottað fyrirtæki
Óskaðu eftir kynningu eða skoðaðu lausnir okkar