Ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki
Ráðuneytum, stjórnum, fyrirtækjum og lánastofnunum sem heyra undir beina stjórn ríkisins og eru á ábyrgð ríkissjóðs, sem og sameignar- eða hlutafélögum sem eru í meirihlutaeigu ríkisins, ber að fylgja ákveðnu vinnulagi þar sem öryggi og áreiðanleiki er hafður að leiðarljósi.
Mikilvægt er að ríkisstofnanir geti þjónustað bæði almenna borgara sem og hver aðra á skilvirkan hátt og að þær séu vel skipulagðar og auðveldi stafræna þróun ríkisins. Þess vegna hentar CoreData ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum einstaklega vel.
Þjónustaðu alla á skilvirkari hátt
- Öll gögn geta verið vistuð inn í CoreData undir mál, deildir eða nefndir og hægt að aðgangsstýra þeim til réttra aðila
- Aðgangsstýring í gegnum rafræna innskráningu fyrir ytri aðila og nefndir
- Gagnaherbergi og stjórnarvefgátt eru aðgengilegar þar sem þörf er á sérstakri varðveislu og aðgangsstýringum
- CoreData hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að fylgja kröfum og stöðlum um persónuvernd og opinbera stjórnsýslu
- Samþætting með auðveldum hætti við aðrar lausnir svo öll endanleg sönnunarskjöl séu geymd á réttum stað
- Nefndir og deildir hafa aðgengi að fundargerðum og öðrum gögnum á einum stað
- Unnt er að lækka allan skrifstofu-, flutnings- og prentkostnað með stafrænni skrifstofu
- Viðkvæm gögn eru í öryggri geymslu í CoreData og liggja því ekki á glámbekk
- Sendu skjöl til einstaklinga og fyrirtækja í stafrænt pósthólf hjá island.is
- Með CoreData er hægt að tryggja rafræna skjalavörslu og örugg skil til Þjóðskjalasafns.
- CoreData er ISO/IEC 27001 vottað fyrirtæki.
Við notum CoreData fyrir skjöl og mál og okkur þykir einnig mikilvægt að geta undirritað og samþykkt skjöl í kerfinu með rafrænum hætti. Það er afar mikilvægt að við getum nálgast, deilt og breytt gögnum hvar og hvenær sem er.
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
Óskaðu eftir kynningu eða skoðaðu lausnir okkar