Sveitarfélög og fyrirtæki í eigu þeirra

Sveitarfélög á Íslandi þurfa að sinna hinum ýmsu verkefnum á sviði stjórnsýslu sem og verkefnum eins og fræðslu- og uppeldismálum, æskulýðs- og íþróttamálum og félagsþjónustu. Mál þurfa að vera afgreidd innan ákveðins tíma og er oft á tíðum verið að fara einnig með viðkvæm mál sem krefjast öruggrar varðveislu.

Innan sveitarfélaga starfa hinar ýmsu stjórnir, fulltrúar og nefndir og þurfa t.a.m. að vera til undirrituð fundarsköp og samþykktir sveitarfélagsins sem þarf að senda til ráðuneyta til staðfestingar.

Auðveld og örugg vistun skjala og annarra gagna

  • Sveitarfélög geta á auðveldan máta vistað gögn í CoreData undir verkefnum/málum og aðgangsstýrt þeim til réttra aðila
  • Aðgangsstýring fyrir ytri aðila getur farið fram í gegnum rafræna auðkenningu
  • Gagnaherbergi og stjórnarvefgátt eru aðgengileg þar sem þörf er á sérstakri varðveislu og aðgangsstýringum
  • CoreData hjálpar til við að fylgja kröfum og stöðlum um persónuvernd
  • Mikilvægt er að unnið sé eftir stöðlum og reglugerðum hjá sveitarfélögum og í opinberri stjórnsýslu og getur CoreData hjálpað til við það
  • Nefndir og ráð hafa aðgengi að fundargerðum og öðrum gögnum á einum stað
  • Unnt er að lækka allan skrifstofu-, flutnings- og prentkostnað með stafrænni skrifstofu
  • Viðkvæm gögn eru í öruggri geymslu í CoreData
  • Samþætting með auðveldum hætti við aðrar lausnir svo öll endanleg sönnunarskjöl séu varðveitt á réttum stað
  • Með CoreData er hægt að tryggja rafræna skjalavörslu og örugg skil til Héraðsskjalasafna
  • Unnt er að senda skjöl til einstaklinga og fyrirtækja í stafrænt pósthólf hjá island.is
  • CoreData er ISO/IEC 27001 vottað fyrirtæki
CoreData hefur veitt okkur góða yfirsýn yfir mál sem eru í gangi hjá fyrirtækinu og stöðuna á þeim, ásamt því að gera okkur kleift að vinna saman að mismunandi verkefnum á aðgengilegan hátt.

Þóra Þorgeirsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og upplýsingasviðs hjá Félagsbústöðum

Óskaðu eftir kynningu eða skoðaðu lausnir okkar

Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú skilmála okkar um vafrakökur. Við notum vefkökur til að bæta notendaupplifun þína og auka vinnsluhraða síðunnar.